Erlent

Nýtt myndband með bin Laden

Arabíska fréttastöðin Al Jazeera hefur sýnt myndband sem sagt er vera af fundi Osama Bin Laden, leiðtoga al Kaída hryðjuverkasamtakanna, með nokkrum þeirra sem tóku þátt í hryðjuverkaárásunum á Bandaríkin ellefta september 2001.

Á mánudaginn verða fimm ár liðin frá hryðjuverkunum. Að sögn al Jazeera sýnir myndbandið leiðtoga al Kaída búa sig undir árásirnar og æfa framkvæmd þeirra. Bin Laden sést ganga um í fjallahéraði í dökkum kufl og hvítan höfuðbúnað. Hann sést ræða við háttsetta al Kaída liða á borð við RAmzi Binalshibh og Mohammed Atef. Binalshibh var tekinn höndum árið 2002 en Atef féll í loftárásum Bandaríkjamanna á Afganistan árið 2001.

Á al-Jazeera var einnig sýnd upptaka sem sögð er sýna Abu Hamza al-Muhajir, nýjan leiðtoga al Kaída í Írak þar sem hann hvetur Íraka til að taka þátt í andspyrnu gegn Bandaríkjamönnum þar í landi. Ekki hefur fengist staðfest að þetta sé al-Muhajir. Á upptökunni segist hann þess full viss að andspyrnumenn vinni fullnaðarsigur í Írak.

Al-Jazeera sýndi auk alls þessa kveðjumyndbönd tveggja þeirra sem tóku þátt í árásunum ellefta september 2001. Forsvarsmenn Al-Jazeera hafaf ekki viljað gefa upp hvernig þeir komust yfir myndböndin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×