Erlent

Átta ára fangelsi fyrir aðild að árásum á Balí

MYND/AP

Dómstóll á Indónesíu dæmdi í dag þrítugan mann, Abdul Aziz, í átta ára fangelsi fyrir þátt hans í sprengjuárásunum á Balí í október í fyrra. Tuttugu féllu í árásunum og um tvö hundruð særðust. Aziz mun hafa skotið skjólshúsi yfir höfuðpaur hryðjuverkamannanna skömmu fyrir árásirnar en sé er eftirlýstur. Auk þess setti Aziz upp vefsíðu þar sem múslimar eru hvattir til að berjast gegn trúleysingjum og því lýst hvernig þeir ættu að bera sig að þegar myrða ætti erlenda ferðamenn í höfuðborginni Jakarta. Þrír aðrir hafa verið ákærðir fyrir að styðja hryðjuverkamennina og flytja sprengiefni fyrir þá. Dóms í málum þeirra er að vænta síðar í vikunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×