Erlent

Mesta hætta sem Dönum hafi stafað af hryðjuverkum

MYND/Pjetur

Lene Espersen, dómsmálaráðherra Danmerkur, segir undirbúning hryðjuverka í landinu sem greint var frá í morgun mestu hættu sem Dönum hafi stafað af hryðjuverkum til þessa.

Eins og greint hefur verið frá voru níu menn handteknir í Vollsmose-hverfinu í Óðinsvéum í morgun grunaðir um að leggja á ráðin um hryðjuverk. Þeir eru á aldrinum 18 til 33 ára, bæði danskir að uppruna og innflytjendur. Espersen segir leyniþjónustu Danmerkur hafa þurft að láta til skarar skríða þar sem skipulagning hryðjuverka hafi verið langt komin hjá hópnum. Hún tilgreinir hins vegar ekki hvar átti að láta til skarar skríða í Danmörku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×