Erlent

Stærsta farþegaflugvél heims í fyrsta farþegaflug

Stærsta farþegaþota heims á leið í sína fyrstu ferð með farþega í dag.
Stærsta farþegaþota heims á leið í sína fyrstu ferð með farþega í dag. MYND/AP

Stærsta farþegaþota heims, af gerðinni Airbus A380, fór í dag í sitt fyrsta farþegaflug með 474 farþega innanborðs. Þar voru starfsmenn Airbus á ferð en þeir höfðu boðið sig fram í ferðina sem er tilraunaflug með farþega.

Þotan er tveggja hæða og með fjórum hreyflum. Gólfpláss í vélinni er 50% meira en í stærstu vélum sem nú eru í notkun. Farþegar geta flestir verið 555 verði þotunni skipt í þrjú farrými en þeim getur fjölgað um 298 ef aðeins verður um eitt farrými að ræða.

Áætlað að fyrsta ferð með almenna farþega verði farin í byrjun næsta árs. Singapore Airlines fær fyrstu þotu þessarar gerðar afhenta í lok þessa árs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×