Erlent

Þokast í viðræðum um lausn hermannsins

Gilad Shalit
Gilad Shalit MYND/AP

Nokkuð hefur þokast í viðræðum ísraelskra stjórnvalda og Hamas-samtakanna um lausn ísraelska hermannsins sem rænt var við landamæri Gaza-svæðisins í júní síðastliðnum. Þetta sagði Ismal Haniyeh, forsætisráðherra Palestínu, á ríkisstjórnarfundi í morgun. Ránið á hermanninum, Gilad Shalit, var upphafið að hörðum átökum á svæðinu sem enn standa. Meira en 200 manns hafa fallið í bardögunum, flestir palestínskir vígamenn. Þá upplýsti Haniyeh einnig á fundinum að sáttaviðræður milli Hamas og Fatah-hreyfingarinnar, sem réði ríkjum á Gaza og Vesturbakkanum í áratugi þar til í janúar síðastliðnum þegar Hamas sigraði í þingkosningum í landinu, miði ágætlega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×