Yfirlýsing frá kvennaráði FH 3. september 2006 17:56 Mynd/E.Ól Kvennaráð FH hefur gefið út yfirlýsingu vegna leiðinlegrar uppákomu sem átti sér stað á Valbjarnarvelli í dag þegar ljóst varð að FH gat ekki teflt fram liði í lokaleik sínum gegn Íslandsmeisturum Vals í Landsbankadeildinni. „Sl. haust ákváðu nær allir leikmenn sem spiluðu fyrir FH á síðasta keppnistímabili að hætta knattspyrnuiðkun, en þrjár fóru yfir í önnur lið. Ástæða þessa voru ýmiss uppsöfnuð vandamál frá fyrri árum. Þrátt fyrir þetta áfall var ákveðið að gefast ekki upp og leggja niður meistaraflokk, heldur stofnað var nýtt kvennaráð, reynt að fá til okkar leikmenn til að styrkja þann hóp sem við höfðum af leikmönnum í öðrum og þriðja flokki auk ,eins leikmanns á fyrsta ári í meistaraflokki, fyrirliðinn Hrönn Hallgrímsdóttir, sem hefur staðið sig óaðfinnanlega við að berja stelpurnar áfram. Eins var mikið reynt að fá þær stelpur sem lögðu skóna á hilluna að halda áfram án árangurs. Ráðin var góður þjálfari sem hefur gefið sig 100% í verkefnið. Fengnir voru 3 leikmenn frá Serbíu. Einn af þessum leikmönnum varð að fara til baka í júní þar sem hún fékk ekki framlengingu á atvinnuleyfi - en hún hafði komið sem leikmaður til Hauka 2004 og hafði verið búsett hér í tæp tvö ár þegar henni var vísað úr landi. Þetta veikti liðið umtalsvert - þar sem um sterkan varnarmann var að ræða sem ekki hefur verið vanþörf á í sumar. Þrátt fyrir loforð forsvarsmanna annarra félaga um leigu á leikmönnum til okkar frá öðrum liðum, sem treyst var á, var ekki staðið við þau loforð sem endanlega var ljóst nokkrum dögum fyrir mót, og hófum við því leik í vor með aðeins 4 leikmenn á meistaraflokksaldri - aðrar voru úr 2 og 3 flokki. Eins og búist var við var þetta verkefni stelpum úr 2 og 3 flokki ofviða - þær urðu að spila alla leiki í sínum flokkum auka erfiðra meistaraflokks leikja, stundum 2 - 3 leikir á viku. Þetta er stórt afrek hjá þessum stelpum og eiga þær skilið mikið hrós fyrir baráttu og dugnað sem þær hafa sýnt í sumar. Fækkað hefur í hópnum um 1 - 2 leikmenn í viku vegna meiðsla. Í dag var staðan orðin sú að í liðinu voru aðeins 7 leikmenn leikhæfir til að spila þennan leik - aðrar voru meiddar, sumar treystu sér til að spila 10 - 15 mín en ekki heilan leik. Því miður var þetta ekki endanlega ljóst fyrr en stelpurnar mættu á hefðbundnum tíma fyrir leik. Um leið og við óskum Val til hamingju með Íslandsmeistaratitilinn viljum við biðjast afsökunar á því að hafa ekki geta mætt með fullskipað lið til leiks í dag. Allt var reynt til að fá leikmenn í þennan leik en því miður áttum við ekki fleiri leikhæfa leikmenn í dag vegna álags sem hefur verið á þeim í allt sumar." Fyrir hönd kvennaráðs FH, Kolfinna Matthíasdóttir, formaður Íslenski boltinn Innlendar Íþróttir Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn „Svona er úrslitakeppnin“ Handbolti ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Handbolti „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Körfubolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ KA Íslandsmeistari kvenna í blaki: Unnu allt sem hægt var að vinna Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Ætla að leyfa mér að vona að við séum að nálgast“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Komin átta mánuði á leið en kláraði fimm kílómetra á tuttugu mínútum Sjá meira
Kvennaráð FH hefur gefið út yfirlýsingu vegna leiðinlegrar uppákomu sem átti sér stað á Valbjarnarvelli í dag þegar ljóst varð að FH gat ekki teflt fram liði í lokaleik sínum gegn Íslandsmeisturum Vals í Landsbankadeildinni. „Sl. haust ákváðu nær allir leikmenn sem spiluðu fyrir FH á síðasta keppnistímabili að hætta knattspyrnuiðkun, en þrjár fóru yfir í önnur lið. Ástæða þessa voru ýmiss uppsöfnuð vandamál frá fyrri árum. Þrátt fyrir þetta áfall var ákveðið að gefast ekki upp og leggja niður meistaraflokk, heldur stofnað var nýtt kvennaráð, reynt að fá til okkar leikmenn til að styrkja þann hóp sem við höfðum af leikmönnum í öðrum og þriðja flokki auk ,eins leikmanns á fyrsta ári í meistaraflokki, fyrirliðinn Hrönn Hallgrímsdóttir, sem hefur staðið sig óaðfinnanlega við að berja stelpurnar áfram. Eins var mikið reynt að fá þær stelpur sem lögðu skóna á hilluna að halda áfram án árangurs. Ráðin var góður þjálfari sem hefur gefið sig 100% í verkefnið. Fengnir voru 3 leikmenn frá Serbíu. Einn af þessum leikmönnum varð að fara til baka í júní þar sem hún fékk ekki framlengingu á atvinnuleyfi - en hún hafði komið sem leikmaður til Hauka 2004 og hafði verið búsett hér í tæp tvö ár þegar henni var vísað úr landi. Þetta veikti liðið umtalsvert - þar sem um sterkan varnarmann var að ræða sem ekki hefur verið vanþörf á í sumar. Þrátt fyrir loforð forsvarsmanna annarra félaga um leigu á leikmönnum til okkar frá öðrum liðum, sem treyst var á, var ekki staðið við þau loforð sem endanlega var ljóst nokkrum dögum fyrir mót, og hófum við því leik í vor með aðeins 4 leikmenn á meistaraflokksaldri - aðrar voru úr 2 og 3 flokki. Eins og búist var við var þetta verkefni stelpum úr 2 og 3 flokki ofviða - þær urðu að spila alla leiki í sínum flokkum auka erfiðra meistaraflokks leikja, stundum 2 - 3 leikir á viku. Þetta er stórt afrek hjá þessum stelpum og eiga þær skilið mikið hrós fyrir baráttu og dugnað sem þær hafa sýnt í sumar. Fækkað hefur í hópnum um 1 - 2 leikmenn í viku vegna meiðsla. Í dag var staðan orðin sú að í liðinu voru aðeins 7 leikmenn leikhæfir til að spila þennan leik - aðrar voru meiddar, sumar treystu sér til að spila 10 - 15 mín en ekki heilan leik. Því miður var þetta ekki endanlega ljóst fyrr en stelpurnar mættu á hefðbundnum tíma fyrir leik. Um leið og við óskum Val til hamingju með Íslandsmeistaratitilinn viljum við biðjast afsökunar á því að hafa ekki geta mætt með fullskipað lið til leiks í dag. Allt var reynt til að fá leikmenn í þennan leik en því miður áttum við ekki fleiri leikhæfa leikmenn í dag vegna álags sem hefur verið á þeim í allt sumar." Fyrir hönd kvennaráðs FH, Kolfinna Matthíasdóttir, formaður
Íslenski boltinn Innlendar Íþróttir Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn „Svona er úrslitakeppnin“ Handbolti ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Handbolti „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Körfubolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ KA Íslandsmeistari kvenna í blaki: Unnu allt sem hægt var að vinna Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Ætla að leyfa mér að vona að við séum að nálgast“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Komin átta mánuði á leið en kláraði fimm kílómetra á tuttugu mínútum Sjá meira