Erlent

Vill vera hjá pabba í Pakistan

Molly Campbell segist vilja vera í Pakistan hjá föður sínum.
Molly Campbell segist vilja vera í Pakistan hjá föður sínum. MYND/AP

Ung skosk stúlka, Molly Campbell, sagði á fréttamannafundi í Pakistan í dag að hún vildi fremur dvelja hjá föður sínum í Pakistan en móður sinni í Skotlandi. Foreldrar stúlkunnar eru skilin og hafa deilt um forræði yfir henni. Stúlkan fór með föður sínum til Pakistans fyrir nokkru og í gær ákvað pakistanskur dómstóll að faðirinn ætti að hafa forræðið.

"Ég vil ekki vera kristin," sagði Campbell á fréttamannafundinum. "Ég elska Skotland en ég elska Islam meira."

Móðir stúlkunnar hefur forræði yfir stúlkunni í Skotlandi og breska lögreglan lítur á brotthvarf hennar úr landi sem hugsanlegt mannrán. Móðirin segist óttast að faðirinn ætli að neyða hana til að gifta sig. Stúlkan sagði á blaðamannafundinum í dag að faðir sinn hefði sagt sér að hún mætti ráða því hverjum hún giftist þegar sá tími kæmi. Á hverju ári er talið að um 400 bresk börn séu flutt nauðug til Pakistans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×