Erlent

Ítalir taka sér stöðu í Líbanon

Ítalskir hermenn tóku sér stöðu austur af Tírus í dag.
Ítalskir hermenn tóku sér stöðu austur af Tírus í dag.

Ítalskar hersveitir gengu áfram á land í Suður-Líbanon í dag, annan daginn í röð. Talsmaður friðargæsluliðs Sameinuðu þjóðanna í Líbanon sagði að 880 ítalskir hermenn yrðu komnir til landsins og búnir að taka sér stöðu fyrir austan hafnarborgina Tírus fyrir kvöldið. Þeir munu síðar koma sér upp varðstöðvum meðfram ströndinni í sunnanverðu Líbanon. Hermenn óku brynvörðum farartækjum í gegnum borginna, þar sem víða er mikil eyðilegging, og fólk fagnaði þeim með brosi og V-sigurmerkinu. nú eru alls 3.200 hermenn á vegum Sameinuðu þjóðanna í Líbanon. Ísraelar segjast munu fara frá Líbanon þegar þeir eru orðnir 5.000. Alls er gert ráð fyrir því að friðargæsluliðið telji 15.000 menn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×