Erlent

Pottur brotinn í eftirliti með hraðakstri í Danmörku

Lene Espersen dómsmálaráðherra Danmerkur hefur beðið ríkislögreglustjóra í Danmörku að kanna hvort pottur sé brotinn í eftirliti með hraðakstri. Danska blaðið Berlingske Tidende komst að því nýlega að afar mismunandi er hvernig staðið er að umferðareftirliti í hinum ýmsu lögregluumdæmum. Þannig hafa radarbílar lögreglunnar ekkert heimsótt átta sveitarfélög á meðan eftirlit annars staðar er mikið og nákvæmt, jafnvel þó að ekki sé um sérlega viðkvæmar umferðaræðar að ræða. Berlingske Tidende hefur eftir Espersen að ástandið sé ólíðandi, hafi því verið rétt lýst í blaðinu. Hún hafði samband við ríkislögreglustjóra í dag til að ýta á eftir því að málið verði kannað.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×