Innlent

Félagslegum íbúðum fjölgað um 100 í stað 50

MYND/Vilhelm

Stjórn Félagsbústaða hefur ákveðið að endurskoða áform um fjölgun félagslegra íbúða á árinu og fjölga þeim um hundrað í stað fimmtíu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Félagsbústöðum.

Þar segir einnig að ákveðið hafi verið að fjölga almennum leiguíbúðum um 500 íbúðir og þjónustuíbúðum fyrir aldraða um 150 á kjörtímabilinu. Félagsbústaðir, sem er hlutafélag í eigu borgarinnar, áttu við upphaf ársins 1740 íbúðir í hverfum borgarinnar, þar af 222 þjónustuíbúðir fyrir aldraða. Þær hafa ekki dugað því fyrirliggjandi eru tæplega 700 umsóknir hjá Velferðarsviði borgarinnar um félagslegt leiguhúsnæði og um 360 umsóknir um þjónustuíbúðir fyrir aldraða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×