Vestmannaeyjabær fær tæpar 44 miljónir 31. ágúst 2006 12:15 Vestmannaeyjabær MYND/Hari Að tillögu tekjustofnanefndar frá 17. mars árið 2005 hefur verið ákveðið að greiða árlega 700 miljón króna aukaframlag til Jöfnunarsjóðs á árunum 2006-2008. Tilgangurinn er að jafna aðstöðumun sveitarfélaga sem talin eru í mestri þörf fyrir viðbótarframlag vegna þróunar í rekstarumhverfi þeirra og erfiðra ytri aðstæðna. Á morgun verða 350 miljónir greiddar út til sveitarfélaga þar sem íbúum fækkaði á árunum 2001-2005. Fjármálaráðherra hefur, eftir samráð við Samband íslenskra sveitarfélaga, gefið út reglur um ráðstöfum aukaframlagsins fyrir árið 2006. Skiptingin er sem hér segir: "a) Varið skal 350 m.kr. til sveitarfélaga þar sem íbúum fækkaði árin 2001-2005. Við úthlutunina skal byggja á upplýsingum frá Þjóðskrá um endanlegan íbúafjölda sveitarfélaga árin 2000-2004 og bráðabirgðatölum um íbúafjölda sveitarfélaga 1. desember 2005. Einungis kemur til úthlutunar framlags samkvæmt þessari grein ef hlutfallsleg fækkun íbúa hefur verið umfram 1,5% á tímabilinu. Þó skal ekki greiða framlag til sveitarfélaga þar sem fækkun íbúa er ekki umfram níu íbúa á tímabilinu. b) Varið skal 350 m.kr. til sveitarfélaga þar sem hlutfallsleg hækkun útsvarsstofns milli áranna 2000 og 2005 er lægri en hlutfallsleg hækkun ársmeðaltals launavísitölu fyrir sama tímabil. Við útreikning framlagsins skal byggt á upplýsingum frá Ríkisskattstjóra um endanlegan álagningarstofn útsvars árin 2000-2005, upplýsingum frá Hagstofu Íslands um ársmeðaltal launavísitölu árin 2000-2005 og upplýsingum úr Þjóðskrá um endanlegan íbúafjölda 1. desember 2005. Einungis kemur til úthlutunar framlags samkvæmt þessum reglum ef heimild sveitarfélags til útsvarsálagningar fyrir tekjuárið 2006 er fullnýtt af sveitarstjórn". Stærstu framlögin sem greiðast út á morgun eru: Vestmannaeyjar 43.702.771 Siglufjörður 26.196.474 Vesturbyggð 24.811.083 Sveitarfélagið Hornafjörður 22.795.970 Húsavíkurbær 20.403.023 Innlent Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Að tillögu tekjustofnanefndar frá 17. mars árið 2005 hefur verið ákveðið að greiða árlega 700 miljón króna aukaframlag til Jöfnunarsjóðs á árunum 2006-2008. Tilgangurinn er að jafna aðstöðumun sveitarfélaga sem talin eru í mestri þörf fyrir viðbótarframlag vegna þróunar í rekstarumhverfi þeirra og erfiðra ytri aðstæðna. Á morgun verða 350 miljónir greiddar út til sveitarfélaga þar sem íbúum fækkaði á árunum 2001-2005. Fjármálaráðherra hefur, eftir samráð við Samband íslenskra sveitarfélaga, gefið út reglur um ráðstöfum aukaframlagsins fyrir árið 2006. Skiptingin er sem hér segir: "a) Varið skal 350 m.kr. til sveitarfélaga þar sem íbúum fækkaði árin 2001-2005. Við úthlutunina skal byggja á upplýsingum frá Þjóðskrá um endanlegan íbúafjölda sveitarfélaga árin 2000-2004 og bráðabirgðatölum um íbúafjölda sveitarfélaga 1. desember 2005. Einungis kemur til úthlutunar framlags samkvæmt þessari grein ef hlutfallsleg fækkun íbúa hefur verið umfram 1,5% á tímabilinu. Þó skal ekki greiða framlag til sveitarfélaga þar sem fækkun íbúa er ekki umfram níu íbúa á tímabilinu. b) Varið skal 350 m.kr. til sveitarfélaga þar sem hlutfallsleg hækkun útsvarsstofns milli áranna 2000 og 2005 er lægri en hlutfallsleg hækkun ársmeðaltals launavísitölu fyrir sama tímabil. Við útreikning framlagsins skal byggt á upplýsingum frá Ríkisskattstjóra um endanlegan álagningarstofn útsvars árin 2000-2005, upplýsingum frá Hagstofu Íslands um ársmeðaltal launavísitölu árin 2000-2005 og upplýsingum úr Þjóðskrá um endanlegan íbúafjölda 1. desember 2005. Einungis kemur til úthlutunar framlags samkvæmt þessum reglum ef heimild sveitarfélags til útsvarsálagningar fyrir tekjuárið 2006 er fullnýtt af sveitarstjórn". Stærstu framlögin sem greiðast út á morgun eru: Vestmannaeyjar 43.702.771 Siglufjörður 26.196.474 Vesturbyggð 24.811.083 Sveitarfélagið Hornafjörður 22.795.970 Húsavíkurbær 20.403.023
Innlent Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira