Innlent

Síðustu kerin tekin í notkun í Straumsvík í dag eftir bilun

MYND/GVA

Síðustu kerin í kerskála þrjú hjá álveri Alcan í Straumsvík verða tekin í gagnið nú eftir hádegið, tveimur mánuðum fyrr en áætlað var.

 

Öll 160 kerin voru tekin úr notkun í júní síðastliðnum vegna bilunar sem var í spennum í aðveitustöð, en hún olli því að ekkert rafmagn komst á kerin í níu klukkustundir. Við slíkar aðstæður skemmast þau. Byrjað var að ræsa fyrstu kerin á ný í júlí og var búist að það tæki um þrjá til fjóra mánuði að koma þeim öllum í gagnið. Ræsing gekk hins vegar betur en búist var við og því verða öll kerin komin í framleiðslu í eftirmiðdaginn. Ekki liggur fyrir nákvæmlega hversu mikið tjón Alcan varð vegna bilunarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×