Erlent

Hitabeltisstormurinn Ernestu fer yfir Flórída

Yfirmaður fellibyljamiðstöðvarinnar á Flórída á vakt.
Yfirmaður fellibyljamiðstöðvarinnar á Flórída á vakt. MYND/AP

Hitabeltisstormurinn Ernesto náði landi suðvestur af Miami á Flórída í nótt. Bylurinn sótti ekki í sig veðrið á leiðinni, íbúum á svæðinu til mikillar gleði.

Ernesto náði í skamma stund styrk fellibyls á sunnudaginn en síðan dró úr vindhraða þegar hann fór yfir austur hluta Kúbu. Búist er við að Ernesto haldi vindstyrk á ferð sinni yfir Flórída og mælist sem veikur hitabeltisstormur.

Hins vegar er áætlað að Ernesto mælist sem fellibylur áður en hann nær til Georgíu-ríkis og nærliggjandi svæða.

Töluvert hefur rignt þar sem Ernesto hefur þegar farið yfir og segja veðurfræðingar það helstu hættuna og mögulegt að úrkoman valdi flóðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×