Erlent

Sprenging í olíuleiðslu

Þrjátíu og fjórir týndu lífi þegar sprenging var í olíuleiðslu í Suður-Írak í morgun. Grunur leikur á að fórnarlömbin hafi verið að soga eldsneyti úr leiðslunni á iðnaðarsvæði í Diwaniyah, um hundrað og þrjátíu kílómetra suður af höfuðborginni Bagdad. Við það varð sprenging og mikill eldur blossaði upp sem torveldar björgunarstörf að sögn lögreglu. Til harðra átaka kom milli íraskra hermanna og herskárra sjía í Diwaniyah í gær. Minnst nítján hermenn munu hafa fallið í átökunum og fjörutíu vígamenn. Fjörtíu almennir borgarar eru sagðir hafa særst.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×