Erlent

Ár frá fellibylnum Katrínu

New Orleans tæpu ári eftir fellibylinn Katrínu.
New Orleans tæpu ári eftir fellibylinn Katrínu. MYND/AP

Bush Bandríkjaforseti telur ólíklegt að meiru verði varið en þegar hafi verið heitið til endurbyggingar þeirra svæða sem verst urðu úti í fellibylnum Katrínu í fyrra. Ár er frá því að bylurinn reið yfir Mexíkóflóa og olli mikilli eyðileggingu.

Stjórnvöld hafa heitið jafnvirði rúmlega sjö þúsund milljarða íslenskra króna til endurbyggingar en aðeins tæpur helmingur þess fjár hefur borist.

Bandaríkjaforseti er nú í tveggja daga heimsókn á því svæði sem verst varð úti í hamförunum. Hann segir líklegt að það taki mörg ár að koma lífi fólks þar í samt horf á ný og að því verði unnið ötullega.

Könnun sem gerð var meðal Bandaríkjamanna fyrr í mánuðinum sýnir að tveir þriðju þeirra eru enn ósáttir við það hvernig forsetinn og stjórnvöld héldu á málum eftir að bylurinn hafði riðið yfir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×