Lífið

Kröftugur kjúklingaréttur Hjalta Úrsus

Fyrir 2

Við litum inn hjá einum sterkasta manni landsins og það var ekki við öðru að búast en að eldað væri fyrir okkur kröftugur og bragðsterkur matur að hætti húsbóndans. Hjalti Úrsus eldar fyrir okkur að þessu sinni indverskættaðan kjúklingarétt sem bragð er af, rétturinn er þó léttur í maga og fyrir mitti.

2 msk olía

2 cm engifer, rifið eða saxað

1 stór gulrót, skorin í bita

2 litlir laukar, saxaðir

5 sveppir, saxaðir

4 msk tómatmauk

1/2 tsk chilli-duft

1 tsk Garam masala krydd

1 tsk sterkt karry

2 kjúklingabringur, skornar í bita

Hitið olíuna á pönnu og steikið engifer, gulrót og lauk þar til það verður mjúkt í gegn. Bætið sveppunum út í og kryddunum, hrærið vel saman og bætið kjúklingabitunum út í og látið krauma í u.þ.b. 10 mínútur eða þar til kjúklingurinn er steiktur í gegn.

Meðlæti:

Hrísgrjón, matreidd samkvæmt pakkningu

Naan brauð, hituð í ofni samkvæmt leiðbeiningum á pakkningu






Fleiri fréttir

Sjá meira


×