Erlent

Þrír í haldi vegna tilraunar til að sprengja upp lest

Þýska lögreglan er með þriðja manninn í haldi tengslum við rannsókn á misheppnaðri sprengjuárás á tvær lestar í tveimur borgum Þýskalands fyrr í mánuðinum. Tveir hafa verið handteknir formlega en eftir er að ákveða hvort handtökuskipun verður gefin út á hendur þeim þriðja. Á meðan er hann í haldi lögreglunanr í þýsku borginni Knostanz. Lögregla hefur einnig leitað í herbergi á heimavist háskóla í borginni. Fjórði maðurinn er í haldi lögreglu í Líbanon, grunaður um aðild að ráðabrugginu en óvíst er hvort það reynist rétt. Enginn þessara fjögurra manna hefur verið ákærður formlega. Sprengjurnar fundust í töskum í lestum í Dortmund og Koblenz. Þær sprungu ekki. Búist er við að fleiri verði teknir höndum vegna málsins og grunur leikur á að tilræðið tengis al Kaída hryðjuverkasamtökunum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×