Erlent

Erlendir ríkisborgara fluttir frá Jaffna

Mynd/AP
Rauði krossinn hefur byrjað að flytja erlenda ríkisborgarar frá Jaffna í norðurhluta Srí Lanka. Margir þeirra hafa verið innlyksa þar vegna átaka milli stjórnarhersins og skæruliða Tamíltígra. Rúmlega hundrað og fimmtíu manns verða fluttir með ferju til Trincomalee og von á fólkinu þangað á morgun. Það var í gær sem fyrstu hjálpargöng bárust þeim sem hafa setið fastir í Jaffna en aðgengi þangað hefur verið takmarkað síðasta hálfa mánuðinn vegna átakanna sem hafa harnað síðustu vikur og mánuði. Skortur hefur verið á birgðum á svæðinu og hafa erlendir ríkisborgarar sem og innfæddir þurft að leita skjóls og hjálpar í kirkjum. Sameinuðu þjóðirnar segja rúmlega tvö hundruð þúsund innfædda íbúa á vergangi vegna átakanna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×