Erlent

Hlutabréf í Sony lækka í verði vegna innköllunar

MYND/AP

Hlutabréf í Sony lækkuðu í verði í gær eftir að Apple tölvufyrirtækið innkallaði tæpar tvær milljónir fartölvurafhlaðna. Þetta er í annað sinn á tæpum hálfum mánuði sem það gerist en í síðustu viku innkallaði Dell tölvufyrirtækið rúmar fjórar milljónir rafhlaðna.

Notendur hafa kvartað yfir því að sumar rafhlöðurnar hafi ofhitnað og í sumum tilvikum valdið því að eldur kviknaði í tölvum þeirra. Rafhlöðurnar er að finna í tölvum sem voru seldar voru á tímabilinu frá október 2004 fram í maí í fyrra.

Forsvarsmenn Sony eru sagðir eiga von á því að þurfa að greiða jafnvirði rúmra tíu milljarða króna vegna innköllunarinnar.

Upplýsingar um rafhlöðuútskipti iBook G4 og PowerBook G4



Fleiri fréttir

Sjá meira


×