Erlent

Töluverðar skemmdir á dómkirkjunni í Sánkti Pétursborg

Dómkirkjan í Sánkti Pétursborg áður en eldur kviknaði í henni.
Dómkirkjan í Sánkti Pétursborg áður en eldur kviknaði í henni. MYND/AP

Töluverðar skemmdir urðu á þaki dómkirkjunnar í Sánkti Pétursborg í Rússlandi þegar eldur kviknaði í henni í gær. Þakhvelfing kirkjunnar hrundi en við það þustu klekar af stað til að bjarga verðmætum helgimyndum.

Eldurinn kviknaði um klukkan eitt eftir hádegi að íslenskum tíma. Ekkert liggur fyrir um eldsupptök. Ekki er vitað til þess að nokkur hafi týnt lífi eða slasast í eldinum og náðu slökkviliðsmenn tökum á honum fjórum klukkustundum eftir að hann kviknaði. Fjölmargir slökkvuliðsmenn börðust við eldinn og þyrla var einnig notuð til að hella vatni á bálið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×