Erlent

DNA-próf til staðfestingar

Húsið þar sem Natöschu var haldið í 8 ár.
Húsið þar sem Natöschu var haldið í 8 ár. MYND/AP

Lögreglan í Austurríki hefur staðfest að unglingsstúlkan, sem fannst á reiki í garði nærri Vín í fyrradag, sé í raun Natascha Kampusch sem var rænt fyrir átta árum. Niðurstöður úr DNA-prófi hafa leitt það í ljós.

Natascha hvarf árið 1998 en fannst á ráfi í garði í bænum Strasshof, rétt utan við Vínarborg. Hún segist hafa verið í haldi mannræningja á heimili hans í bænum. Natascha mun hafa sloppið frá manninum í vikunni þegar hann leit af henni þar sem þau sátu í kyrrstæðum bíl. Áður hafði lögregla haldið því fram að hún hefði sloppið úr prísund sinni í húsi mannsins.

Austurríska lögreglan hefur sent frá sér myndir af kjallaraherberginu þar sem Natöschu mun hafa verið haldið. Herbergið er lítið og þurfti að skríða niður um þröngt til að komast inn í herbergið.

Wolfgang Priklopil, maðurinn sem sagður er hafa rænt Natöschu, svipti sig lífi í gær, nokkrum klukkustundum eftir að hún slapp frá honum. Hann kastaði sér fyrir lest.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×