Erlent

Dómkirkjan í Sánkti Pétursborg skemmist í eldi

Dómkirkjan í Sánkti Pétursborg í Rússlandi fyrir eldinn.
Dómkirkjan í Sánkti Pétursborg í Rússlandi fyrir eldinn. MYND/AP

Töluverðar skemmdir urðu á þaki dómkirkjunnar í Sánkti Pétursborg í Rússlandi þegar eldur kviknaði í henni í dag. Þakhvelfing kirkjunnar hrundi en við það þustu klekar af stað til að bjarga verðmætum helgimyndum.

Eldurinn kviknaði um klukkan eitt eftir hádegi að íslenskum tíma. Ekkert liggur fyrir um eldsupptök á þessari stundu. Ekki er vitað til þess að nokkur hafi týnt lífi eða slasast í eldinum og náðu slökkviliðsmenn tökum á honum fjórum klukkustundum eftir að hann kviknaði. Fjölmargir slökkvuliðsmenn börðust við eldinn og þyrla var einnig notuð til að hella vatni á bálið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×