Erlent

Eiturefnaúrgangur í Mangniu-ánni í Kína

Skelkaðir íbúar í Norð-austur Kína flykktust í verslanir í gær til að kaupa vatnflöskur eftir að eiturefnaúrgangi hafði verið kastað í Mangniu-ána á mánudaginn.

Kínversk blöð segja marga hafa fyllt baðkör sín og vaska af vatni. Á síðasta ári þurfti einnig að loka fyrir vatnsrennsli til milljóna manna á svipuðum slóðum eftir að eiturefnaúrgangur fannst á sem Mangniuáin rennur í.

Nágrannaríkið Rússland hefur kvartað harðlega yfir seinagangi yfirvalda í Peking til að gefa út viðvörun. Reynt var að ná stjórn á aðstæðum í gær þegar þúsundir verkamanna unnu við að byggja stíflur og ná eiturefnunum úr ánni en efnin höfðu myndað rauðleita slykju á yfirborði árinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×