Ætlar ekki að breyta neinu 24. ágúst 2006 19:05 Abraham Shwaiki, sem vísað var frá Ísrael í gær, ætlar ekki að gera neinar breytingar á vegabréfi sínu þó að flugvallaryfirvöld í Tel Aviv hafi gert athugasemdir og sagt það falsað. Utanríkisráðuneytið kannar nú ástæðu þess að það var stimplað ógilt og hvort líklegt sé að Abraham fái jafn kaldar viðtökur og í gær þegar hann kemur næst til landsins. Abraham kom til fundar í utanríkisráðuneytinu í dag ásamt eiginkonu sinni, Díönu Allansdóttur og Sveini Rúnari Haukssyni, formanni félagsins Ísland Palestína. Þar var rædd móttakan sem hann fékk á Ben Gurion flugvelli í Tel Aviv í gærkvöldi og sú staðreynd að yfirvöld og lögregla fullyrtu að vegabréf hans væri falsað og það því stimplað ógilt. Athugasemd var gerð við það að nafn hans er skráð Abraham en var Ibrahim. Því var breytt þegar hann fékk íslenskan ríkisborgararétt en Abraham hefur verið búsettur hér síðan árið 1990. Auk þess voru fettir fingur út í að fæðingarstaður væri tilgreindur Jerúsalem en ekki Ísrael. Abraham er fæddur á palestínsku landsvæði en þar sem Palestína er ekki viðurkennt ríki fékk hann það í gegn að skrá Jerúsalem sem fæðingarstað. Við komuna til Tel Aviv var Abraham fyrst færður í herbergi á flugvellinum og látinn sitja þar í þrjár klukkustundir án þess að vita hver væri ástæðan. Eftir buðust yfirvöld til að aka honum á hótel. Hann þáði það en var þá ekið á lögreglustöð þar sem hann var læstur inni í sjö klukkustundir. Abraham segir að honum hafi brugðið vegna aðgerða ísraelskra yfirvalda. Aðspurður sagðist Abraham ekki ætla að breyta skráðum fæðingarstað í vegabréfi sínu. Utanríkisráðuneytið hefur nú sent ísraelskum stjórnvöldum bréf þar sem spurt er hvers vegna Abraham hafi verið vísað úr landi og jafnfram hvort líkur séu á að það verði gert aftur. Pétur Ásgeirsson, skrifstofustjóri hjá utanríkisráðuneytinu, segir ekkert varðandi meðferðina á vegabréfinu sem gefi til kynna að það gagnist ekki næst þegar Abraham fari til Ísraels en sjálfur efast Abraham um að honum verði hleypt aftur inn í landi með það. Abraham er mjög þakkláttur íslenska utanríkisráðuneytinu fyrir þá aðstoð sem starfsmenn þess hafa veitt. Fréttir Innlent Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Fleiri fréttir Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Sjá meira
Abraham Shwaiki, sem vísað var frá Ísrael í gær, ætlar ekki að gera neinar breytingar á vegabréfi sínu þó að flugvallaryfirvöld í Tel Aviv hafi gert athugasemdir og sagt það falsað. Utanríkisráðuneytið kannar nú ástæðu þess að það var stimplað ógilt og hvort líklegt sé að Abraham fái jafn kaldar viðtökur og í gær þegar hann kemur næst til landsins. Abraham kom til fundar í utanríkisráðuneytinu í dag ásamt eiginkonu sinni, Díönu Allansdóttur og Sveini Rúnari Haukssyni, formanni félagsins Ísland Palestína. Þar var rædd móttakan sem hann fékk á Ben Gurion flugvelli í Tel Aviv í gærkvöldi og sú staðreynd að yfirvöld og lögregla fullyrtu að vegabréf hans væri falsað og það því stimplað ógilt. Athugasemd var gerð við það að nafn hans er skráð Abraham en var Ibrahim. Því var breytt þegar hann fékk íslenskan ríkisborgararétt en Abraham hefur verið búsettur hér síðan árið 1990. Auk þess voru fettir fingur út í að fæðingarstaður væri tilgreindur Jerúsalem en ekki Ísrael. Abraham er fæddur á palestínsku landsvæði en þar sem Palestína er ekki viðurkennt ríki fékk hann það í gegn að skrá Jerúsalem sem fæðingarstað. Við komuna til Tel Aviv var Abraham fyrst færður í herbergi á flugvellinum og látinn sitja þar í þrjár klukkustundir án þess að vita hver væri ástæðan. Eftir buðust yfirvöld til að aka honum á hótel. Hann þáði það en var þá ekið á lögreglustöð þar sem hann var læstur inni í sjö klukkustundir. Abraham segir að honum hafi brugðið vegna aðgerða ísraelskra yfirvalda. Aðspurður sagðist Abraham ekki ætla að breyta skráðum fæðingarstað í vegabréfi sínu. Utanríkisráðuneytið hefur nú sent ísraelskum stjórnvöldum bréf þar sem spurt er hvers vegna Abraham hafi verið vísað úr landi og jafnfram hvort líkur séu á að það verði gert aftur. Pétur Ásgeirsson, skrifstofustjóri hjá utanríkisráðuneytinu, segir ekkert varðandi meðferðina á vegabréfinu sem gefi til kynna að það gagnist ekki næst þegar Abraham fari til Ísraels en sjálfur efast Abraham um að honum verði hleypt aftur inn í landi með það. Abraham er mjög þakkláttur íslenska utanríkisráðuneytinu fyrir þá aðstoð sem starfsmenn þess hafa veitt.
Fréttir Innlent Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Fleiri fréttir Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Sjá meira