Kannað hvort vegabréf hafi verið ógilt 24. ágúst 2006 12:02 Utanríkisráðuneytið kannar hvort ísraelsk stjórnvöld hafi brotið alþjóðalög í meðförum sínum á vegabréfi Abrahams Shwaikis, sem var handtekinn við komuna til Ísraels í fyrrinótt. Abraham kom heim til Íslands í gærkvöldi, eftir tæplega tveggja sólarhringa ferðalag, en honum var meinað að hitta veikan föður sinn og fjölskyldumeðlimi í Ísrael. Það var klukkan fjögur í fyrri nótt sem Abraham lenti á Ben Gurion flugvelli í Tel Aviv en hann var kominn til Ísraels til að heimsækja veikan föður sinn og aðra í fjölskyldunni. Abraham, sem áður hét Ibrahim, hefur búið á Íslandi frá árinu 1990 og er íslenskur ríkisborgari. Hann var í viðtali á fréttavakt NFS í morgun. Þar sagðist hann ekki hafa átt von á þessum viðbrögðum, ef til vill að þurfa að svara spurningum í eina til tvær klukkustundir. Hann hafi áður ferðast til Ísraels með sama vegabréfið árið 2004 og þá hafi ferð hans gengið greiðlega. Í gær hafi hann verði færður í herbergi á flugvellinum og fengið að sitja þar í þrjár klukkustundir án þess að vita hver ástæðan væri. Eftir það hafi yfirvöld sagst ætla að aka honum á hótel en þess í stað hafi honum verið ekið á lögreglustöð þar sem hann hafi verið læstur inni. Þar hafi hann svo seti í um sjö klukkustundir. Sími hans hafi verið gerður upptækur og annað sem hann var með. Hann hafi ekki fengi neitt, utan einn kaffibolla, allan þann tíma sem hann var í haldi. Abraham segist aðeins hafa náð sambandi við vin sinn og bróður en ekki hitt neinn úr fjölskyldu sinni, ekki einu sinni fengið að hitta veikan föður. Aðspurður sagðist Abraham ekki ætla að breyta skráðum fæðingarstað í vegabréfi sínu. Yfirvöld í Ísrael stimpluðu í vegabréf Abrahams og íslenska utanríkisráðuneytið kannar nú hvort í því hafi falist ógilding. Fréttir Innlent Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Fleiri fréttir Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Sjá meira
Utanríkisráðuneytið kannar hvort ísraelsk stjórnvöld hafi brotið alþjóðalög í meðförum sínum á vegabréfi Abrahams Shwaikis, sem var handtekinn við komuna til Ísraels í fyrrinótt. Abraham kom heim til Íslands í gærkvöldi, eftir tæplega tveggja sólarhringa ferðalag, en honum var meinað að hitta veikan föður sinn og fjölskyldumeðlimi í Ísrael. Það var klukkan fjögur í fyrri nótt sem Abraham lenti á Ben Gurion flugvelli í Tel Aviv en hann var kominn til Ísraels til að heimsækja veikan föður sinn og aðra í fjölskyldunni. Abraham, sem áður hét Ibrahim, hefur búið á Íslandi frá árinu 1990 og er íslenskur ríkisborgari. Hann var í viðtali á fréttavakt NFS í morgun. Þar sagðist hann ekki hafa átt von á þessum viðbrögðum, ef til vill að þurfa að svara spurningum í eina til tvær klukkustundir. Hann hafi áður ferðast til Ísraels með sama vegabréfið árið 2004 og þá hafi ferð hans gengið greiðlega. Í gær hafi hann verði færður í herbergi á flugvellinum og fengið að sitja þar í þrjár klukkustundir án þess að vita hver ástæðan væri. Eftir það hafi yfirvöld sagst ætla að aka honum á hótel en þess í stað hafi honum verið ekið á lögreglustöð þar sem hann hafi verið læstur inni. Þar hafi hann svo seti í um sjö klukkustundir. Sími hans hafi verið gerður upptækur og annað sem hann var með. Hann hafi ekki fengi neitt, utan einn kaffibolla, allan þann tíma sem hann var í haldi. Abraham segist aðeins hafa náð sambandi við vin sinn og bróður en ekki hitt neinn úr fjölskyldu sinni, ekki einu sinni fengið að hitta veikan föður. Aðspurður sagðist Abraham ekki ætla að breyta skráðum fæðingarstað í vegabréfi sínu. Yfirvöld í Ísrael stimpluðu í vegabréf Abrahams og íslenska utanríkisráðuneytið kannar nú hvort í því hafi falist ógilding.
Fréttir Innlent Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Fleiri fréttir Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Sjá meira