Erlent

Svörtu kassarnir fundnir

Nú er talið að sambland af vondu veðri og mistökum flugmanna hafi valdið flugslysinu í Úkraínu í gær. 170 manns létu lífið í slysinu. Talið er að flugvélin hafi lent í mikilli ókyrrð, jafnvel orðið fyrir eldingu, og síðan hafi mistök flugmanns orðið til þess að vélin ofreis og hrapaði stjórnlaus til jarðar. Rannsóknarmenn hafa fundið hina svokölluðu svörtu kassa, flugrita og hljóðrita vélarinnar. Brak flugvélarinnar, sem var af gerðinni Tupolev-154, var dreift jafnt umhverfis svæðið þar sem hún kom niður, sem þykir benda til þess að flugvélin hafi hrapað því sem næst beint niður. Rússar hafa lýst yfir þjóðarsorg á morgun. Úkraínumenn lýstu yfir þjóðarsorg í dag og hátíðahöld vegna þjóðhátíðardags landsins, sem er á morgun, verða lágstemmd. Meðal farþega í vélinni voru 45 börn auk þess sem í henni voru heilu fjölskyldurnar á leið frá sumardvöl í Suður-Rússlandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×