Lífið

Útimarkaður í Álafosskvos

Varmársamtökin standa fyrir útimarkaði í Álafosskvos um helgina.
Varmársamtökin standa fyrir útimarkaði í Álafosskvos um helgina.

Varmársamtökin standa fyrir útimarkaði í Álafosskvos í tengslum við hátíðina Í túninu heima laugardaginn 26. ágúst kl. 11-17.

Á boðstólum verður allt milli himins og jarðar svo sem ferskt grænmeti frá Dalsgarði, Reykjum og Sólheimum; heimalöguð sulta, chutney og kryddolíur; nýafskornar rósir, íslenskt te frá Hveragerði, söl, harðfiskur og silungur frá Útey. Handmálaður leir frá Portúgal, antikmunir frá Antikhúsinu, íslensk framleiðsla í Álafossbúð og barnafatnaður à la Sigur Rós (tannálfarnir). Kompudót og ótal margt fleira - bæði gamalt og nýtt.

Skátafélagið Mosverjar heldur lífi í mannskapnum með gómsætum veitingum og skipuleggur leiki fyrir krakkana. Hestar verða til reiðu fyrir börnin o.fl., o.fl.

Mosfellingar eru hvattir til að taka hraustlega til hendinni og stækka við sig með því að setja í verð það sem nýtilegt er í bílskúrum, fataskápum og öðrum skúmaskotum heimilisins. Allir geta verið með og tekið þátt í að skapa sannkallaða sveitar- og markaðsstemningu í Álafosskvos.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.