Erlent

Átökum afstýrt í bili

Josep Kabila forseti greiðir hér atkvæði í kosningunum í síðasta mánuði.
Josep Kabila forseti greiðir hér atkvæði í kosningunum í síðasta mánuði. MYND/AP

Stríðandi fylkingar í Austur-Kongó ákváðu nú síðdegis að slíðra sverðin og semja um vopnahlé. Í morgun sendi Evrópusambandið 400 friðargæsluliða til landsins til að reyna að stilla til friðar á milli stuðningsmanna Joseps Kabila, forseta, og Jean-Pierre Bemba en þeir fengu flest atkvæði í forsetakosningum í síðasta mánuði. Hvorugur þeirra fékk þó hreinan meirihluta og því þarf að kjósa aftur í október. Þeir hafa brigslað hvor öðrum um svindl og hefur því komið til átaka á milli fylgismanna þeirra sem óttast var að breiðast myndu út. Þeirri hættu virðist nú hafa verið afstýrt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×