Erlent

Enginn komst lífs af

Allir farþegar og áhöfn rússneskrar farþegavélar af Tupolev gerð týndu lífi þegar vélin hrapaði Austur-Úkraínu í dag. Hundrað og sextíu farþegar voru um borð og tíu manna áhöfn. Flugvélin var á leið frá Suður-Rússlandi til Sánkti Pétursborgar og hrapaði um fjörutíu og fimm kílómetra norður af Donetsk.

 

 

Flakið mun hafa staðið í ljósum logum eftir slysið. Þrjátíu lík eru þegar sögð hafa fundist. Neyðarkall mun hafa borist frá flugvélinni nokkrum mínútum áður en hún hvarf af ratsjá og hrapaði. Flugvélin var í eigu Pulkovo-flugfélagsins sem er með höfuðstöðvar sínar í Sánkti-Pétursborg. Misvísandi fréttir berast af tildrögum slyssins. Talsmaður úkraínskra yfirvalda segir flugmann hafa reynt að nauðlenda flugvélinni eftir að eldur kviknaði í henni. Lendingarhjól hafi þá gefið sig. Itar Tass fréttastofan Rússneska segir hins vegar flugvélina hafa lent í slæmu veðri og líkast til orðið fyrir eldingu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×