Erlent

Kúrdar minnast þjóðernishreinsunum Íraksstjórnar

Hundruð Kúrda komu saman við minnismerki um Kúrda sem féllu í þjóðernishreinsunum Íraksstjórnar eftir fyrra Íraksstríð, í bænum Kalar í Írak í dag til að minna á hroðaverk stjórnar Saddams Hussein, fyrrverandi forseta Íraks.

Tugþúsundir manna, þar á meðal konur og börn, voru felld í hefndarárásum Írakshers á árunum 1987 - 88 vegna stuðnings Kúrda við fyrri innrás Bandaríkjamanna í Írak. Í morgun hófust ný réttarhöld yfir Saddam vegna þessarar herferðar og er hann ákærður fyrir þjóðernishreinsanir og stríðsglæpi. Lang flestir féllu í Arzgari héraði og þar fagnsaði fólk því í dag, að einræðisherrann fyrrverandi væri nú loks dregin til ábyrgðar fyrir fjöldamorðin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×