Meðhöndlaðir sem landráðamenn 20. ágúst 2006 18:45 Líbönsk stjórnvöld segja að hart verði tekið á þeim sem rjúfi vopnahlé Ísraela og Hizbollah-skæruliða. Ísraelar halda fast við þá skýringu að áhlaup á Austur-Líbanon í gær hafi verið gert til að stöðva vopnasendingu til skæruliða. Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir Ísraela hafa brotið gegn skilmálum vopnahlésins. Elias al-Murr, varnarmálaráðherra Líbanons, sagði í dag að þeir sem stæðu að flugskeytaárásum á ísraelskt landsvæði yrðu meðhöndlaðir sem landráðamenn. Hann sagði slíkar árásir aðeins vatn á myllu Ísraela sem myndu nota þær sem átillu til að hefja árásir á Líbanon að nýju. al-Murr sagðist þó sannfærður um að Hizbollah-skæruliðar myndu halda að sér höndum. Orð ráðherrans eru þó túlkuð sem skýr viðvörun til skæruliðanna. al-Murr endurtók þó ekki hótun sína frá í gær um að liðsflutningar líbanska hersins til Suður-Líbanon yrðu stöðvaðir ef annað skyndiáhlup yrði gert líkt því og sérsveitir Ísraela gerðu á Austur-Líbanon í gær. Ísraelar halda enn í þá skýringu að þeir hafi verið að stöðva flutning vopna til Hizbollah-liða og þeim heimilt að grípa til þess ráðs samkvæmt ákvæðum vopnahlésályktunar Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Fleiri slík áhlaup yrðu gerð ef þörf væri á þar til friðargæslulið verði komið á svæðið og tilbúið til að sinna verkefnum sínum. Utanríkisráðherrar ríkja Arababandalagsins komu saman til neyðar fundar í Kairo í Egyptalandi í dag til að ræða hvernig ætti að fjármagna endurbyggingu Líbanons. Einnig átti að losa um spennu sem hefur myndast milli hófsamra ríkja Araba og Sýrlendinga eftir ræðu Assads Sýrlandsforseta í síðustu viku þar sem hann ávítti leiðtoga nágrannaríkjanna fyrir að styðja ekki Hizbollah og sagði stríðið í Líbanon hafa afhjúpað þá sem liðleskjur. Sýrlendingar eru helstu bakhjarlar Hizbollah. Athygli vakti að utanríkisráðherra Sýrlands sótti ekki fundinn í dag. Sádí Arabar hafa þegar lagt fram jafnvirði tæplega 35 milljarða íslenskra króna til endurbyggingarinnar og stjórnvöld í Kúvæt hafa heitið jafnvirði tæplega 56 milljarða. Erlent Fréttir Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Sjá meira
Líbönsk stjórnvöld segja að hart verði tekið á þeim sem rjúfi vopnahlé Ísraela og Hizbollah-skæruliða. Ísraelar halda fast við þá skýringu að áhlaup á Austur-Líbanon í gær hafi verið gert til að stöðva vopnasendingu til skæruliða. Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir Ísraela hafa brotið gegn skilmálum vopnahlésins. Elias al-Murr, varnarmálaráðherra Líbanons, sagði í dag að þeir sem stæðu að flugskeytaárásum á ísraelskt landsvæði yrðu meðhöndlaðir sem landráðamenn. Hann sagði slíkar árásir aðeins vatn á myllu Ísraela sem myndu nota þær sem átillu til að hefja árásir á Líbanon að nýju. al-Murr sagðist þó sannfærður um að Hizbollah-skæruliðar myndu halda að sér höndum. Orð ráðherrans eru þó túlkuð sem skýr viðvörun til skæruliðanna. al-Murr endurtók þó ekki hótun sína frá í gær um að liðsflutningar líbanska hersins til Suður-Líbanon yrðu stöðvaðir ef annað skyndiáhlup yrði gert líkt því og sérsveitir Ísraela gerðu á Austur-Líbanon í gær. Ísraelar halda enn í þá skýringu að þeir hafi verið að stöðva flutning vopna til Hizbollah-liða og þeim heimilt að grípa til þess ráðs samkvæmt ákvæðum vopnahlésályktunar Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Fleiri slík áhlaup yrðu gerð ef þörf væri á þar til friðargæslulið verði komið á svæðið og tilbúið til að sinna verkefnum sínum. Utanríkisráðherrar ríkja Arababandalagsins komu saman til neyðar fundar í Kairo í Egyptalandi í dag til að ræða hvernig ætti að fjármagna endurbyggingu Líbanons. Einnig átti að losa um spennu sem hefur myndast milli hófsamra ríkja Araba og Sýrlendinga eftir ræðu Assads Sýrlandsforseta í síðustu viku þar sem hann ávítti leiðtoga nágrannaríkjanna fyrir að styðja ekki Hizbollah og sagði stríðið í Líbanon hafa afhjúpað þá sem liðleskjur. Sýrlendingar eru helstu bakhjarlar Hizbollah. Athygli vakti að utanríkisráðherra Sýrlands sótti ekki fundinn í dag. Sádí Arabar hafa þegar lagt fram jafnvirði tæplega 35 milljarða íslenskra króna til endurbyggingarinnar og stjórnvöld í Kúvæt hafa heitið jafnvirði tæplega 56 milljarða.
Erlent Fréttir Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Sjá meira