Erlent

Látinna leitað eftir eldgos

MYND/AP

Björgunarmenn leita nú 30 manna sem enn er saknað eftir að eldfjallið Tungurahua í Ekvador gaus á fimmtudaginn. Einn lést í gosinu svo vitað sé, fimmtugur karlmaður, sem sagður er hafa snúið aftur til síns heima til að sækja sjónvarpið sitt.

Tug þúsundir íbúa á svæðinu urðu að yfirgefa heimili sín. Um það bil fimmtíu þeirra brunnu illa vegna brennandi grjóts sem flaug frá fjallinu.

Fjallið hefur ekki látið á sér kræla síðasta sólahringinn en eldfjallasérfræðingar óttast frekari eldsumbrot og yfirvöld hvetja því alla íbúa sem þegar hafa yfirgefið heimili sín til að halda sér frá þeim enn um sinn.

Þetta er í 14. sinn sem sem fjallið hefur spúið eldi og brennisteini svo vitað sé en fyrsta gos sem skráð er á spjöld sögunnar varð árið 1534.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×