Erlent

Pinochet sviptur friðhelgi

Pinochet (til vinstri) árið 1974 með Stroessner, fyrrverandi einræðisherra Paraguay
Pinochet (til vinstri) árið 1974 með Stroessner, fyrrverandi einræðisherra Paraguay MYND/AP
Augusto Pinochet, fyrrverandi einræðisherra Chile, á yfir höfði sér ákærur vegna skattsvika sem talið er að nemi jafnvirði tæplega tveggja milljarða íslenskra króna. Hæstiréttur Chile ákvað í dag að svipta Pinochet friðhelgi vegna málsins. Pinochet, sem er níræður, hefur ekki verið sóttur til saka fyrir ákærur um mannréttindabrot vegna heilsubrests. Hann er sagður þjást af vægum vitglöpum sem eru afleiðing nokkurra smávægilegra heilablóðfalla.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×