Erlent

Vopnahlé rofið?

Ísraelskar herþotur, þyrlur og mannlaus loftför flugu yfir Bekaa-dal í Austur-Líbanon og norðurhluta landsins í kvöld. Að sögn Reuters-fréttastofnunar var engum sprengjum varpað líkt og haldið var fram í erlendum miðlum fyrr í kvöld. Skotið var á vélarnar úr loftvarnarbyssum en engin þeirra varð fyrir skoti og skothríðinni var ekki svarað. Ísraelsher hefur ekki viljað tjá sig um atburði kvöldsins. Ísraelskum herflugvélum er flogið margsinnis í gegnum líbanska lofthelgi.

Fjölmargar loftárásir voru gerðar á Bekaa-dal í þá 34 daga sem Ísraelar létu sprengjum rigna yfir Líbanon. Þeim árásum, og átökum Ísraela við Hizbollah-skæruliða á jörðu niðri lauk með vopnahléi á mánudaginn en þrátt fyrir það hefur komið til smávægilegra átaka síðan þá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×