Erlent

Síamstvíburar á leið í aðgerð

Mynd/AP
Hópur lækna á Roosevelt-sjúkrahúsinu í Gvatemala-borg í Gvatemala reyna nú eftir fremsta megni að aðskilja tveggja mánaða systur sem eru samvaxnar á kvið. Þær fæddust í litlu þorpi um hundrað kílómetra vestur af borginni. Að sögn lækna er hjarta annarrar stúlkunnar vanþroksað og því óttast að hún lifi aðgerðina ekki af. Þrjátíu prósent líkur eru sagðar á því að hin lifi aðgerðina af og nái fullri heilsu. Stúlkurnar voru skírðar í gær og heita Angela Leticia og Angela Corina. Móðir stúlknanna segist ekki vilja leiða hugann að því hve líklegt sé að stúlkurnar lifi aðgerðina og segist biðja og vona. Aðgerðin er sögð kosta jafnvirði rúmra fjögurra milljóna króna og hefur forsetafrú Gvatemala tekið þátt í fjársöfnun fyrir foreldrana.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×