Erlent

Atlantis á loft í ágúst

Bandaríska geimferðastofnunin, NASA, hefur ákveðið að skjóta geimskutlunni Atlantis á loft tuttugasta og sjöunda þessa mánaðar. Geimförum um borð verður falið að hefja á ný byggingarstarf á Alþjóðlegu geimstöðinni sem enn er hálfkláruð. Fulltrúi stofnunarinnar greindi bandarískum fjölmiðlum frá þessu í kvöld. Geimferjunni Discovery var skotið á loft í byrjun júlí og fóru geimfarar þar um borð í geimstöðina. Það geimskot heppnaðist vel og gekk heimferðin vonum framar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×