Sport

Redknapp í vandræðum með sóknarmenn

Portsmouth á í viðræðum við framherjann Kanu um þessar mundir
Portsmouth á í viðræðum við framherjann Kanu um þessar mundir NordicPhotos/GettyImages

Harry Redknapp, stjóri Portsmouth í ensku úrvalsdeildinni, viðurkennir að hann sé í miklum vandræðum með að manna sóknina hjá sér fyrir upphaf tímabilsins sem fer af stað um helgina. Redknapp er nú að reyna að klófesta sóknarmanninn Kanu sem er enn með lausa samninga eftir að lið hans West Brom féll úr úrvalsdeildinni í vor.

"Við erum aðeins með einn leikfæran framherja sem stendur vegna meiðsla í herbúðum okkar og það er alls ekki nóg. Ég verð að útvega mér í það minnsta tvo framherja í viðbót til að vera öruggur. Við erum að ræða við Kanu núna, en enn er ekkert öruggt í þeim efnum. Hann er framherji sem hefur sannað sig í deildinni og það væri fínt að fá hann," sagði Redknapp, sem þegar hefur stoppað upp í götin í vörninni með því að fá til sín þá Sol Campbell, Glen Johnson og markvörðinn David James.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×