Erlent

Mannskæð sprengjuárás á Srí Lanka

MYND/AP

Að minnsta kosti sjö létu lífð og tíu særðust þegar sprengja sprakk um borð í vélknúnum léttivagni í Colombo, höfuðborg Srí Lanka, í dag.

Sendiherra Pakistana í landinu slapp ómeiddur úr árásinni en talið er að hún hafi beinst gegn honum. Fjórir lífverðir hans féllu. Pakistanar selja töluvert af vopnum til stjórnarhersins á Srí Lanka og hafa átök þeirra og uppreisnarmanna Tamíltígra færst í aukana á síðustu vikum. Tígrarnir hafa ekki lýst árásinni í dag á hendur sér.

Eftirlit með vopnahlé í landinu er í höndum norræna eftirlitsmanna. Töluvert fækkar í liðinu þegar Danir, Finnar og Svíar hverfa á braut í lok ágúst að kröfu Tamíltígra. Eftir eru Norðmenn og Íslendingar. Ekki hefur verið ákveðið hvort Íslendingum þar verði fjölgað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×