Erlent

Barist við skógarelda á Spáni

MYND/AP

Svo virðist sem slökkviliðsmenn á norð vestur hluta Spáns séu á ná tökum á skógareldum sem þar hafa logað á stóru svæði. Fjórir hafa farist í eldnunum.

Talið er að eldar hafi verið kveiktir á mörgum svæðum og hafa á þriðja tug manna verið handteknir, grunaðir um íkveikju.

Mörg þúsund slökkviliðsmenn hafa barist við eldana og ná tökum á 30 þeirra en ekki á 40 stöðum þess fyrir utan. Eldarnir hafa logað í Galasíu-héraði í um viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×