Erlent

Hjálpargögn farin að berast til S-Líbanons

Starfsmenn Rauða krossins í Líbanon standa við rústir húss í Beirút þar sem leitað er að látnu fólki eftir loftárásir.
Starfsmenn Rauða krossins í Líbanon standa við rústir húss í Beirút þar sem leitað er að látnu fólki eftir loftárásir. MYND/AP
Hjálpargögn eru farin að berast til Suður-Líbanons, nokkrum klukkustundum eftir að vopnahlé milli Ísraels og Líbanons tók gildi. Ekki geta þó allir íbúar á svæðinu snúið til síns heima strax og hjá mörgum virðist að fáu að hverfa.

Vopnahlé milli Ísraels og Hizbollah-skæruliða tók gildi klukkan fimm í morgun að íslenskum tíma eftir að ríkisstjórnir Ísraels og Líbanons samþykktu í gær að fara að tilmælum Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna.

Ísraelska blaðið Haaretz hermir að Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, hafi fyrirskipa hernum að stöðva árásir sínar klukkan tvö að íslenskum í nótt en engu að síður stóðu loftárásir Ísraela yfir þar til klukkan var kortér í fimm í morgun.

Fregnir bárust af því í morgun að einhverjar íraelskar hersveitir hefðu yfirgefið Suður-Líbanon en talsmenn hersins hafa ekki gefið upp hversu stór hluti það sé. Talið er að um 30 þúsund ísraelskir hermenn séu í Líbanon og ísraelsk yfirvöld segjast ekki munu draga herinn að fullu burt fyrr en alþjóðlegar friðargæslusveitir koma til Suður-Líbanons. Ekki er ljóst hvenær það verður. Aðstoðarframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna sagðio það geta tekið mánuð en Javier Solana, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins sagði Frakka og Ítala tilbúna að senda friðargæsluliða á vettvang, jafnvel innan viku.

Menn virðast hóflega bjartsýnir varðandi vopnahléð enda stendur enn styrr um það innan ríkisstjórnar Líbanons og þá hafa Hizbollah-liðar ekki tjáð sig um það. Þá áskilja Ísraelar sér rétt til sjálfsvarnar ef Hizbolla-liðar virða ekki vopnahléð. Það kom í ljós í morgun þegar ísraelskir hermenn skutu Hizbollah-liða til bana þegar hann hóf að skjóta á þá. Hann er sá fyrsti sem deyr eftir að vopnahléð tók gildi.

Hjálpargögn eru þegar farin að berast til Suður-Líbanons, bæði matur, lyf og tjöld enda er fólk sem flúði átökin þegar byrjað að streyma til síns heima og voru langar biðraðir á vegum inn í Beirút. Ljóst er þó að ekki komast allir heim strax því Ísraelar hafa banna bannað umferð á nokkrum stöðum í Suður-Líbanon af öryggisástæðum.

En þótt fólk fái að snúa til síns heima á næstunni er fyrir marga að litlu að hverfa því algjör eyðilegging blasir við í suðurhlutanum eftir linnulitlar loftárásir í ríflega mánuð. Ljóst er að gríðarleg uppbygging bíður í Líbanon sem gæti tekið mörg ár. Alls er talið að yfir 1000 Líbanar og um 150 Ísraelar hafi fallið í átökunum sem staðið hafa frá 12. júní.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×