Söngur og orgel í Reykholtskirkju 11. ágúst 2006 11:30 Fimmtu tónleikarnir af sjö í orgeltónleikröð Reykholtskikrju og FÍO verða haldnir sunnudaginn 13. ág. kl. 17.00 Þá syngur Kristín Ragnhildur Sigurðardóttir sópransöngkona og Jón Ólafur Sigurðsson, organisti Hjallakirkju í Kópavogi leikur á orgelið. Þetta eru fyrst og fremst söngtónleikar þar sem lögð er áhersla á að sýna orgelið sem undirleikshljóðfæri. Flutt verða fimm lög eftir Pál Ísólfsson, sönglögin, Söngur bláu nunnanna, Ég kveiki á kertum mínum og Sálmur eftir Freystein Gunnarsson. Einnig verður Máríuversið úr Gullna hliðinu sálmforleikur um Víst eru Jesú kóngur klár leikið á orgelið. Einnig verður flutt Faðir vorið eftir Sigurð Skagfield og orgelverkið Boðafall eftir Pálmar Þ. Eyjólfsson. Þá flytja þau Kristín og Jón saman Messu fyrir sópran og orgel eftir Josf Rheinberger, Panis angelicus eftir Cesar Franck, Pie Jesu eftir Gabriel Fauré, Ave Maríu úr Otello eftir Verdi og aríuna Lascia ch'io pianga eftir Händel. Tónleikunum lýkur svo með hinu voldua Trumpet voluntary eftir Jeremiah Clarke. Kristín Ragnhildur Sigurðardóttir hóf tónlistarnám sitt hjá Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar, en lauk 8.stigs söngprófi frá Söngskólanum í Reykjavík 1993. Á árunum 1993-1996 nam Kristín óperusöng á Ítalíu. Vorið 2001 lauk hún söngkennaraprófi frá Söngskólanum í Reykjavík, þar sem hún naut tilsagnar Þuríðar Pálsdóttur, Ólafs Vignis Albertssonar og Iwonu Ösp Jagla. Kristín tók þátt í óperustúdíói á vegum óperuhússins í Rovigo á Ítalíu 1997 og einnig á vegum óperuhússins í Búdapest í Majk 2001. Hún hefur sungið hlutverk Bertu í Rakaranum frá Sevilla, hlutverk Greifynjunnar í Brúðkaupi Fígarós, Fiordiligi í Cosi fan tutte og hlutverk Donnu Önnu í Don Giovanni hjá óperustúdíói Austurlands. Hún hefur komið víða fram með kórum, Sinfóníuhljómsveit áhugamanna og fl. hljómsveitum og kammerhópum. Kristín starfar sem einsöngvari og kennir söng við Nýja söngskólann Hjartans mál. Jón Ólafur Sigurðsson lauk námi frá Tónskóla Þjóðkirkjunnar 1970. Aðalkennarar hans voru Ásgeir Beinteinsson á píanó og Máni Sigurjónsson, dr. Páll Ísólfsson og Ragnar Björnsson á orgel. Jón hefur sótt fjölda námskeiða í orgelleik og kórstjórn bæði innanlands og erlendis og var í framhaldsnámi í orgelleik og kórstjórn í Hamborg 1989-1990, einnig stundaði Jón nám í Tónvísindum og trúarbragðasögu við háskólann í Lundi 1992-1997. Jón hefur verið starfandi organisti frá árinu 1964. Árin 1983-1992 starfaði Jón á Akranesi að undanskildu einu ári 1989-1990. Í Lundi í Svíþjóð 1994-1997 og frá 1. sept. 1998 hefur Jón verið organisti og kórstjóri við Hjallakirkju í Kópavogi og hefur sem kórstjóri fært upp ýmis kórverk stór og smá með kórum sínum bæði hér heima og í Svíðþjóð. Lífið Menning Mest lesið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fleiri fréttir Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Sjá meira
Fimmtu tónleikarnir af sjö í orgeltónleikröð Reykholtskikrju og FÍO verða haldnir sunnudaginn 13. ág. kl. 17.00 Þá syngur Kristín Ragnhildur Sigurðardóttir sópransöngkona og Jón Ólafur Sigurðsson, organisti Hjallakirkju í Kópavogi leikur á orgelið. Þetta eru fyrst og fremst söngtónleikar þar sem lögð er áhersla á að sýna orgelið sem undirleikshljóðfæri. Flutt verða fimm lög eftir Pál Ísólfsson, sönglögin, Söngur bláu nunnanna, Ég kveiki á kertum mínum og Sálmur eftir Freystein Gunnarsson. Einnig verður Máríuversið úr Gullna hliðinu sálmforleikur um Víst eru Jesú kóngur klár leikið á orgelið. Einnig verður flutt Faðir vorið eftir Sigurð Skagfield og orgelverkið Boðafall eftir Pálmar Þ. Eyjólfsson. Þá flytja þau Kristín og Jón saman Messu fyrir sópran og orgel eftir Josf Rheinberger, Panis angelicus eftir Cesar Franck, Pie Jesu eftir Gabriel Fauré, Ave Maríu úr Otello eftir Verdi og aríuna Lascia ch'io pianga eftir Händel. Tónleikunum lýkur svo með hinu voldua Trumpet voluntary eftir Jeremiah Clarke. Kristín Ragnhildur Sigurðardóttir hóf tónlistarnám sitt hjá Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar, en lauk 8.stigs söngprófi frá Söngskólanum í Reykjavík 1993. Á árunum 1993-1996 nam Kristín óperusöng á Ítalíu. Vorið 2001 lauk hún söngkennaraprófi frá Söngskólanum í Reykjavík, þar sem hún naut tilsagnar Þuríðar Pálsdóttur, Ólafs Vignis Albertssonar og Iwonu Ösp Jagla. Kristín tók þátt í óperustúdíói á vegum óperuhússins í Rovigo á Ítalíu 1997 og einnig á vegum óperuhússins í Búdapest í Majk 2001. Hún hefur sungið hlutverk Bertu í Rakaranum frá Sevilla, hlutverk Greifynjunnar í Brúðkaupi Fígarós, Fiordiligi í Cosi fan tutte og hlutverk Donnu Önnu í Don Giovanni hjá óperustúdíói Austurlands. Hún hefur komið víða fram með kórum, Sinfóníuhljómsveit áhugamanna og fl. hljómsveitum og kammerhópum. Kristín starfar sem einsöngvari og kennir söng við Nýja söngskólann Hjartans mál. Jón Ólafur Sigurðsson lauk námi frá Tónskóla Þjóðkirkjunnar 1970. Aðalkennarar hans voru Ásgeir Beinteinsson á píanó og Máni Sigurjónsson, dr. Páll Ísólfsson og Ragnar Björnsson á orgel. Jón hefur sótt fjölda námskeiða í orgelleik og kórstjórn bæði innanlands og erlendis og var í framhaldsnámi í orgelleik og kórstjórn í Hamborg 1989-1990, einnig stundaði Jón nám í Tónvísindum og trúarbragðasögu við háskólann í Lundi 1992-1997. Jón hefur verið starfandi organisti frá árinu 1964. Árin 1983-1992 starfaði Jón á Akranesi að undanskildu einu ári 1989-1990. Í Lundi í Svíþjóð 1994-1997 og frá 1. sept. 1998 hefur Jón verið organisti og kórstjóri við Hjallakirkju í Kópavogi og hefur sem kórstjóri fært upp ýmis kórverk stór og smá með kórum sínum bæði hér heima og í Svíðþjóð.
Lífið Menning Mest lesið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fleiri fréttir Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Sjá meira