Erlent

Forseti Eþíópíu heimsækir flóðasvæði

MYND/AP

Björgunarmenn hafa leitað eftirlifenda í rústum húsa eftir að skyndiflóð urðu um tvö hundruð manns að bana í Austur-Eþíópíu um liðna helgi. Vatnsflaumurinn skall á húsum í Dire Dawa, 500 km austur af höfuðborginni Addis Ababa, eftir að nálæg á flæddi yfir bakka sínum snemma í gærmorgun. Töluvert hafði rignt á svæðinu. Óttast er að fleiri eigi eftir að finnast látnir nú þegar björgunarstarf er hafið að fullu.

Meles Zenawi, forsætisráðherra landsins, kom til Dire Dawa í morgun. Hann sagði stjórnvöld reyna hvað þau geta til að hjálpa fólki á svæðinu. Ríkisstjórnin hefur beðið alþjóðasamfélagið um aðstoð og hafa sameinuðu þjóðirnar þegar sent fulltrúa á vettvang.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×