Erlent

Átján slösuðust þegar stigi hrundi í Hollandi

Að minnsta kosti átján manns slösuðust, þar af þrír alvarlega, þegar stigi við skipaskurð í Hollandi hrundi í gærkvöldi. Fjöldi manns stóð í stiganum þegar slysið varð. Fólkið var á salsa tónleikum í borginni Utrecht og var að dansa í takt við tónlistina þegar stiginn gaf sig. Stiginn var úr tré og lá frá brú niður á gangveg við skipaskurðinn. Margir féllu í skurðinn en ekki er talið að neinn hafi drukknað. Tónleikarnir voru hluti af mikilli tónlistarhátíð í Utrecht. Þúsundir manna fylgdust með ýmsum viðburðum. Hljómleikarnir fóru í flestum tilvikum fram um borð í prömmum á skipaskurðum borgarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×