Erlent

Janúkovítsj tilnefndur forsætisráðherra Úkraínu

Viktor Janúkovítsj
Viktor Janúkovítsj MYND/AP

Viktor Júsjenkó, forseti Úkraínu, tilkynnti í dag að hann hefði ákveðið að tilnefna Viktor Janúkovítsj sem forsætisráðherra landsins. Júsjenkó bað landa sína um að sýna sér skilning en hann telur að með þessu sé hægt að sameina sundurleita þjóðina. Janúkóvitsj var áður forseti Úkraínu en Júsjenkó og liðsmenn hans boluðu honum frá völdum í "applsínugulu" byltingunni fyrir tveimur árum. Janúkóvítsj vill taka upp nánara samstarf við Rússland en Júsjenkó vill hins vegar efla samstarfið við Vesturlönd. Hann vill meðal annars að landið gangi í Evrópusambandið og NATO.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×