Erlent

Íraskar her- og lögreglusveitir munu taka við öryggisgæslu í Írak

Mynd/AP

Jalal Talabani, forseti Íraks, segir að íraskar her- og lögreglusveitir muni taka við öryggisgæslu í öllum héruðum landsins, fyrir næstu áramót. Bandarískar og aðrar erlendar hersveitir gæta nú öryggis í sautján af átján héruðum Íraks. Írakar sjálfir stjórna aðeins einu héraði. Mikil áhersla hefur verið lögð á það undanfarin misseri, að þjálfa íraska hermenn og lögreglumenn og Talabani segist sannfærður um að þeir geti tekið við, fyrir áramót. Forsetinn nefndi ekki hvort bandaríkjamenn myndu vera áfram í ráðgjafahlutverki, en beðið er með eftirvæntingu eftir frekari útlistun hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×