Hrókurinn kominn til Grænlands 1. ágúst 2006 17:30 Frá Grænlandi Alls lögðu 23 liðsmenn upp frá Reykjavíkurflugvelli í gær, mánudag. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra og starfandi forsætisráðherra, kvaddi leiðangursmenn og lofaði starf Hróksins meðal Grænlendinga. Þá var Árni Gunnarsson, forstjóri Flugfélags Íslands, heiðraður fyrir ómetanlegan stuðning við skáklandnámið sl. fjögur ár. Yngsti liðsmaður Hróksins í ferðinni, Andrés Burknason, færði Þorgerði Katrínu og Árna blómvendi og síðan var gengið um borð í Fokkervél FÍ og haldið til Kulusuk. Þar tók Sigurður Pétursson, sem kallaður er ísmaðurinn, á móti leiðangursmönnum á báti sínum, og við tók 2ja tíma sigling til höfuðstaðar Austur-Grænlands, Tasiilaq eða Ammassalik eins og bærinn var lengstum nefndur. Talsverður hafís var á leiðinni, en Sigurður stjakaði öllum jökum frá og kom Hróksmönnum heilum í höfn ásamt miklu magni af varningi, sem einkum er ætlaður til gjafa og er framlag íslenskra fyrirtækja til grænlenskra barna. Klukkan 6 í morgun lét Sigurður aftur úr höfn og nú var ferðinni heitið til heimabæjar hans, Kuummiit. Með í för eru m.a. sex galvaskir félagar úr Kátum biskupum í Hafnarfirði og íslenski stórmeistarinn Henrik Danielsen. Þeir standa fyrir skákhátíð í Kuummiit í dag og halda svo til Sermiligaq á morgun, en það er eitt örfárra þorpa á austurströndinni sem Hróksmenn hafa ekki heimsótt til þessa. Stærstur hluti hópsins er í Tasiilaq og snemma í morgun var byrjað að taka samkomuhús bæjarins í gegn: þrífa, mála og bóna. Þetta er þriðja árið í röð sem Hrókurinn hreiðrar um sig í samkomuhúsinu, eða Skákhöllinni í Tasiilaq eins og byggingin er kölluð þegar Hrókurinn er í heimsókn. Í kvöld verður haldið hraðskákmót og má búast við mikilli þátttöku. Taflmennskan er þegar hafin í Tasiilaq, því um hádegisbil voru sett upp skákborð á torginu fyrir framan skákhöllina og hafa tugir barna unað sér við tafl í blíðviðrinu. Þarna hafa Hróksmenn hitt marga vini, jafnt börn sem fullorðna, og er undravert að sjá framfarir krakkanna enda starfar nú öflugt skákfélag í Tasiilaq, stofnað á síðasta ári. Á næstu dögum munu fleiri Íslendingar bætast í hópinn og hápunktur hátíðarinnar verður um næstu helgi þegar IV. Alþjóðlega Grænlandsmótið - FÍ mótið 2006 verður haldið. Lífið Menning Mest lesið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Fleiri fréttir Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Sjá meira
Alls lögðu 23 liðsmenn upp frá Reykjavíkurflugvelli í gær, mánudag. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra og starfandi forsætisráðherra, kvaddi leiðangursmenn og lofaði starf Hróksins meðal Grænlendinga. Þá var Árni Gunnarsson, forstjóri Flugfélags Íslands, heiðraður fyrir ómetanlegan stuðning við skáklandnámið sl. fjögur ár. Yngsti liðsmaður Hróksins í ferðinni, Andrés Burknason, færði Þorgerði Katrínu og Árna blómvendi og síðan var gengið um borð í Fokkervél FÍ og haldið til Kulusuk. Þar tók Sigurður Pétursson, sem kallaður er ísmaðurinn, á móti leiðangursmönnum á báti sínum, og við tók 2ja tíma sigling til höfuðstaðar Austur-Grænlands, Tasiilaq eða Ammassalik eins og bærinn var lengstum nefndur. Talsverður hafís var á leiðinni, en Sigurður stjakaði öllum jökum frá og kom Hróksmönnum heilum í höfn ásamt miklu magni af varningi, sem einkum er ætlaður til gjafa og er framlag íslenskra fyrirtækja til grænlenskra barna. Klukkan 6 í morgun lét Sigurður aftur úr höfn og nú var ferðinni heitið til heimabæjar hans, Kuummiit. Með í för eru m.a. sex galvaskir félagar úr Kátum biskupum í Hafnarfirði og íslenski stórmeistarinn Henrik Danielsen. Þeir standa fyrir skákhátíð í Kuummiit í dag og halda svo til Sermiligaq á morgun, en það er eitt örfárra þorpa á austurströndinni sem Hróksmenn hafa ekki heimsótt til þessa. Stærstur hluti hópsins er í Tasiilaq og snemma í morgun var byrjað að taka samkomuhús bæjarins í gegn: þrífa, mála og bóna. Þetta er þriðja árið í röð sem Hrókurinn hreiðrar um sig í samkomuhúsinu, eða Skákhöllinni í Tasiilaq eins og byggingin er kölluð þegar Hrókurinn er í heimsókn. Í kvöld verður haldið hraðskákmót og má búast við mikilli þátttöku. Taflmennskan er þegar hafin í Tasiilaq, því um hádegisbil voru sett upp skákborð á torginu fyrir framan skákhöllina og hafa tugir barna unað sér við tafl í blíðviðrinu. Þarna hafa Hróksmenn hitt marga vini, jafnt börn sem fullorðna, og er undravert að sjá framfarir krakkanna enda starfar nú öflugt skákfélag í Tasiilaq, stofnað á síðasta ári. Á næstu dögum munu fleiri Íslendingar bætast í hópinn og hápunktur hátíðarinnar verður um næstu helgi þegar IV. Alþjóðlega Grænlandsmótið - FÍ mótið 2006 verður haldið.
Lífið Menning Mest lesið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Fleiri fréttir Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp