Lögregla vinnur með skemmtistöðum gegn ofbeldi 18. júní 2006 18:53 Lögreglan í Reykjavík hefur tekið upp samstarf við þrjá skemmtistaði í miðborginni þar sem talstöðvum og eftirlitsmyndavélum er beitt til að reyna að draga úr ofbeldi í miðborginni. Samstarfið sem hófst um síðustu helgi hefur þegar gefið góða raun því viðbragðstími lögreglu vegna atvika hefur styst mjög mikið. Ofbeldismál í miðborginni haf verið í kastljósi fjölmiðla undanfarin ár. Reglulega berast fréttir af fólskulegum og grófum árásum, nú síðast í gær þar sem karlmaður var stunginn í kviðinn á veitingastað við Laugaveginn í fyrrinótt. Til þess að reyna að stemma stigu við ofbeldi og auka öryggi í miðborginni hefur lögreglan tekið upp samstarf við dyraverði á þremur stöðum í miðborginni. Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík, segir dyraverðina í sérstökum vestum þannig að þeir sjáist vel í öryggismyndavélunum. Þá séu þeir einnig með talstöðvar og geti kallað á lögregluna þannig að hún sé mun fljótari á vettvang en ella.Staðirnir þrír sem um ræðir eru Dubliner, Café Amsterdam og Gaukur á Stöng. Talstöðvarnar gera dyravörðunum á stöðunum einnig kleift að kalla eftir aðstoð hver frá öðrum þar sem þeir eru allir á sama svæðinu. Þórður Ásgeirsson, yfirdyravörður á Gauknum segir samstarfið stytta mjög viðbragðstíma lögreglu og að þegar hafi reynt á það. Það hafi gerst bæði um þessa og þá síðustu og allt hafi gengið mjög vel. Öll samskipti við lögreglu séu auk þess mun betri.Geir Jón segist vilja sjá samstarf við fleiri staði í miðbænum á næstunni og þegar allir verði komnir inn í samstarfið geti ofbeldismenn hvergi komist inn því staðirnir láti hver aðra vita af þeim ekki hegða sér vel. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fleiri fréttir „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sjá meira
Lögreglan í Reykjavík hefur tekið upp samstarf við þrjá skemmtistaði í miðborginni þar sem talstöðvum og eftirlitsmyndavélum er beitt til að reyna að draga úr ofbeldi í miðborginni. Samstarfið sem hófst um síðustu helgi hefur þegar gefið góða raun því viðbragðstími lögreglu vegna atvika hefur styst mjög mikið. Ofbeldismál í miðborginni haf verið í kastljósi fjölmiðla undanfarin ár. Reglulega berast fréttir af fólskulegum og grófum árásum, nú síðast í gær þar sem karlmaður var stunginn í kviðinn á veitingastað við Laugaveginn í fyrrinótt. Til þess að reyna að stemma stigu við ofbeldi og auka öryggi í miðborginni hefur lögreglan tekið upp samstarf við dyraverði á þremur stöðum í miðborginni. Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík, segir dyraverðina í sérstökum vestum þannig að þeir sjáist vel í öryggismyndavélunum. Þá séu þeir einnig með talstöðvar og geti kallað á lögregluna þannig að hún sé mun fljótari á vettvang en ella.Staðirnir þrír sem um ræðir eru Dubliner, Café Amsterdam og Gaukur á Stöng. Talstöðvarnar gera dyravörðunum á stöðunum einnig kleift að kalla eftir aðstoð hver frá öðrum þar sem þeir eru allir á sama svæðinu. Þórður Ásgeirsson, yfirdyravörður á Gauknum segir samstarfið stytta mjög viðbragðstíma lögreglu og að þegar hafi reynt á það. Það hafi gerst bæði um þessa og þá síðustu og allt hafi gengið mjög vel. Öll samskipti við lögreglu séu auk þess mun betri.Geir Jón segist vilja sjá samstarf við fleiri staði í miðbænum á næstunni og þegar allir verði komnir inn í samstarfið geti ofbeldismenn hvergi komist inn því staðirnir láti hver aðra vita af þeim ekki hegða sér vel.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fleiri fréttir „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sjá meira