Mannfall á Gaza-svæðinu 9. júní 2006 23:00 Slösuð stúlka flutt á sjúkrahús á norðurhluta Gaza-strandarinnar. MYND/AP Fjölmargir hafa fallið í eldflaugaárásum Ísraela og Palestínumanna á Gaza-ströndinni í dag. Meðal fallinna eru sjö meðlimir fjölskyldu sem hafði komið saman á strönd til að gera sér glaðan dag. Vopnaður armur Hamas-samtakana ætlar ekki að virða vopnahlé og hótar á ný árásum á Ísraelsmenn. Ísraelskar orrustuþotur skutu eldflaugum á þrjá bíla á Gaza-ströndinn. Níu munu hafa fallið í þeim árásum og fjölmargir særst. Ísraelsher segir árásunum beint gegn Palestínumönnum sem standi að baki flugskeytaárásum á ísraelskt landsvæði. Sjö féllu, þar af þrjú börn, og minnst þrjátíu særðust þegar fallbyssuskot ísraelshers skullu á strönd á norðurhluta Gaza-svæðisins í dag. Myndir af vettvangi segja alla söguna og benda til þess að fólk hafi komið saman á ströndinni til að eiga góðan dag og átt sér einskis ills von þegar hörmungarnar dundu yfir. Ísraelsher segir árásum á svæðið hafa verið hætt meðan málið er rannsakað. Ekki liggur fyrir hvort árás hafi verið gerð af sjó eða úr lofti. Spenna hefur aukist fyrir botni Miðjarðarhafs í dag í kjölfar þess að Ísraelsher réð Jamal Abu Samhadana, yfirmann öryggismála hjá palestínsku heimastjórninni, af dögum í Rafah á Gaza-ströndinni í gærkvöld. Samhadana var ofarlega á lista Ísraela yfir eftirlýsta Palestínumenn á sjálfsstjórnarsvæðunum en hann féll í flugskeytaárás Ísraela á þjálfurnarbúðir. Ismail Haniyeh, forsætisráðherra Palestínumann, sagði eftir morðið að Palestínumenn ættu rétt á að verja sig og svara drápinu. Hundruð vopnaðra Hamas-liða fylgdu Samhadana til grafar í dag þúsundir komu saman til að minnast hans í flóttamannabúðum í Rafah. Uppreisnarmenn í Palestínu hafa hótað hefndum, sér í lagi eftir árásirnar í dag. Mahmoud Abbas, forseti Palestínumanna, fordæmdi árásir Ísraelsmanna í dag og hvatti Bandaríkjamenn, Evrópuríkin og Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna til að skerast í leikinn. Vopnaður armur Hamas-samtakanna tilkynnti undir kvöld að liðsmenn hans ætluðu að hætta að virða vopnahlé og hótuðu árásum á Ísraelsmenn. Á vefsíðu segir að fjöldamorð Ísraela á Palestínumönnum í dag séu ástæða þessarar ákvörðunar. Vopnahlé sem samtökin komu á að eigin frumkvæði hefur haldið síðan í febrúar í fyrra. Erlent Fréttir Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Fjölmargir hafa fallið í eldflaugaárásum Ísraela og Palestínumanna á Gaza-ströndinni í dag. Meðal fallinna eru sjö meðlimir fjölskyldu sem hafði komið saman á strönd til að gera sér glaðan dag. Vopnaður armur Hamas-samtakana ætlar ekki að virða vopnahlé og hótar á ný árásum á Ísraelsmenn. Ísraelskar orrustuþotur skutu eldflaugum á þrjá bíla á Gaza-ströndinn. Níu munu hafa fallið í þeim árásum og fjölmargir særst. Ísraelsher segir árásunum beint gegn Palestínumönnum sem standi að baki flugskeytaárásum á ísraelskt landsvæði. Sjö féllu, þar af þrjú börn, og minnst þrjátíu særðust þegar fallbyssuskot ísraelshers skullu á strönd á norðurhluta Gaza-svæðisins í dag. Myndir af vettvangi segja alla söguna og benda til þess að fólk hafi komið saman á ströndinni til að eiga góðan dag og átt sér einskis ills von þegar hörmungarnar dundu yfir. Ísraelsher segir árásum á svæðið hafa verið hætt meðan málið er rannsakað. Ekki liggur fyrir hvort árás hafi verið gerð af sjó eða úr lofti. Spenna hefur aukist fyrir botni Miðjarðarhafs í dag í kjölfar þess að Ísraelsher réð Jamal Abu Samhadana, yfirmann öryggismála hjá palestínsku heimastjórninni, af dögum í Rafah á Gaza-ströndinni í gærkvöld. Samhadana var ofarlega á lista Ísraela yfir eftirlýsta Palestínumenn á sjálfsstjórnarsvæðunum en hann féll í flugskeytaárás Ísraela á þjálfurnarbúðir. Ismail Haniyeh, forsætisráðherra Palestínumann, sagði eftir morðið að Palestínumenn ættu rétt á að verja sig og svara drápinu. Hundruð vopnaðra Hamas-liða fylgdu Samhadana til grafar í dag þúsundir komu saman til að minnast hans í flóttamannabúðum í Rafah. Uppreisnarmenn í Palestínu hafa hótað hefndum, sér í lagi eftir árásirnar í dag. Mahmoud Abbas, forseti Palestínumanna, fordæmdi árásir Ísraelsmanna í dag og hvatti Bandaríkjamenn, Evrópuríkin og Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna til að skerast í leikinn. Vopnaður armur Hamas-samtakanna tilkynnti undir kvöld að liðsmenn hans ætluðu að hætta að virða vopnahlé og hótuðu árásum á Ísraelsmenn. Á vefsíðu segir að fjöldamorð Ísraela á Palestínumönnum í dag séu ástæða þessarar ákvörðunar. Vopnahlé sem samtökin komu á að eigin frumkvæði hefur haldið síðan í febrúar í fyrra.
Erlent Fréttir Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira