Erlent

Suu Kyi hugsanlega veik

Fregnir hafa borist af því að Aung San Suu Kyi, leiðtoginn stjónarandstöðunnar í Myanmar, áður Búrma, hafi verið flutt á sjúkrahús. Það hefur þó ekki fengist staðfest.

Suu Kyi hefur verið í haldi herforingjastjórnarinnar í Myanmar síðan um mitt ár 2003 og hefur varið 10 af síðustu 16 árum í stofufangelsi. Fyrir nokkru var tilkynnt að hún yrði eitt ár hið minnsta til viðbótar í stofufangelsi

Bandarísk stjórnvöld hafa leitað staðfestingar á fréttum af veikindum Suu Kyi en án árangurs. Bandaríkjamenn hafa hvatt herforingjastjórnina til að tryggja henni alla þá læknisaðstoð sem hún kunni að þurfa á að halda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×