Erlent

Forsætisráðherra Íraks ætlar að höggva á hnútinn

Nuri al-Maliki, forsætisráðherra Íraks.
Nuri al-Maliki, forsætisráðherra Íraks. MYND/AP

Nuri al-Maliki, forsætisráðherra Íraks, ætlar að útnefna menn í embætti innanríkis- og varnarmálaráðherra landsins þegar þing kemur saman til fundar á sunnudaginn.

Illa hefur gengið að skipa í embættin í þjóðstjórn landsins þar sem sjíar, súnníar og kúrdar hafa deilt um ráðherrastólana. Al-Maliki segir að flokkum hafi ekki tekist að ná samkomulagi og því hafi hann ákveðið höggva á hnútinn.

Ný ríkisstjórn var kynnt fyrir tæpum hálfum mánuði án þess að skipað væri í áðurnefnd embætti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×